Hugann Seiða Svalli Frá

Sigur Rós

Hugann seiða svalli frá
sundin, heiði og skörðin;
vona-leið er valin þá
vestur Breiðafjörðinn.
Alt er borið burtu gróm
bæði af Skor og fjöllum,
því að vorið blóm við blóm
breiddi í sporum öllum.
Dægur-halli daggperlum
dreifir vallargróðann;
bjargastalla beltast um
blessuð fjallamóðan.
Þrjóti grið á þessum stað,
þá er lið að skeiðum,
því að hlið er opið að
úthafsmiðum breiðum.

Written by: Sigur Rós / Steindór Andersen
Sent by fernanda.
Did you see an error? Send us your revision.More songs by Sigur Rós

View all songs by Sigur Rós